Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Vill selja stóran hluta í Landsbankanum

06.07.2014 - 18:18
Mynd með færslu
 Mynd:
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill breyta eignarhaldi Landsbankans, selja vænan hlut ríkisins og setja bankann á markað. Hver nýr hluthafi megi ekki eiga meira en 10-20% hlut. Bjarni vill að ríkið eigi áfram 40% í Landsbankanum.

Vill selja til að létta skuldastöðu

„Þingið hefur gefið heimild til að selja allt að 30% hlut í bankanum. Mér finnst mjög mikilvægt að við seljum hluta af þessu hlutafé til þessa að létta á þeirri miklu skuldastöðu sem ríkissjóður stendur frammi fyrir. Það voru tekin lán til þess að eignast þessa hluti og það er skynsamlegt að selja hlutina.“ Segir Bjarni. Fyrst þurfi þó að huga að regluverkinu og taka afstöðu til þess hvernig æskilegt sé að eignarhald bankans og fjármálafyrirtækja í landinu þróist. 

„Það er í sjálfu sér bara braáðabirgðaeignahald á hinum tveimur bönkunum, Íslandsbanka og Arionbanka, á sama tíma.“

Ríkið eigi 40%

Bjarni segist sjá fyrir sér að ríkið eigi áfram allt að 40% hlut í Landsbankanum. Annað hlutafé verði skráð á markað. eða svo. Að öðru leyti verði bankinn skráður á markað, en það verði sett takmörk á hámarks eignahlut einstakra aðila. „Nú er þetta vinna sem ér er að hefja og ég get bara sagt fyrir mitt leyti að miðað við þá reynslu sem við höfum haft og af reynslu annarra þá þætti mér ekkert óeðlilegt að þau mörk yrðu dregin við segjum 10%, algjöru hámarki upp undir 20%.“