Forseti bæjarstjórnar á Akureyri vill skoða hvort rétt væri að markaðssetja Grímsey sem dvalarstað fyrir barnlaust, miðaldra fólk sem gerir ekki miklar kröfur um þjónustu. Barnafólki fækkar stöðugt í Grímsey og að óbreyttu verða þar aðeins tvö börn á skólaaldri næsta vetur.