Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Vill kirkjuna áfram í stjórnarskrá

02.03.2012 - 14:18
Mynd með færslu
 Mynd:
Kirkjuráð hefur sent öllum alþingismönnum og fulltrúum í stjórnlagaráði áskorun kirkjuþings þess efnis að ákvæði um þjóðkirkju verði áfram í stjórnarskrá. Að öðrum kosti verði þess gætt að ákvörðun um afnám þjóðkirkju úr stjórnarskrá verði ekki tekin án þjóðaratkvæðagreiðslu.

Áskorunin var samþykkt á Kirkjuþingi í nóvember og í kjölfarið send Alþingi og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Á fundi Kirkjuráðs í febrúar var fjallað um þingsályktunartillögu um meðferð frumvarps stjórnlagaráðs og ákveðið að senda fulltrúum þess, og öllum þingmönnum þetta sama bréf.