Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Vill hneppa fjóra í gæsluvarðhald

Mynd með færslu
 Mynd:
Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir fjórum mönnum sem í gær voru handteknir í tengslum við aðgerðir lögreglu við spilavíti í Skeifunni í Reykjavík. Átta manns voru alls handteknir en fjórum þeirra var sleppt eftir yfirheyrslur.

Lögreglan fer fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir hinum mönnunum en þeir eru grunaðir um að reksturs ólöglegt spilavítis. Lögreglan lagði hald á ýmsan búnað sem tengist fjárhættuspilum.