Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vill heimila öldruðum hjónum að búa saman

25.10.2018 - 09:42
Mynd: Freyr Arnarson / RÚV
Ólafur Þór Gunnarsson, varaformaður velferðarnefndar Alþingis, hefur lagt fram frumvarp um að íbúum hjúkrunarheimila verði heimilað að búa þar með mökum sínum, þar sem það sé á annað borð hægt. Stundum komi aðbúnaður á heimilunum eða veikindi íbúans í veg fyrir þetta, en hins vegar sýni dæmin að það sé vont að ekki sé gert ráð fyrir þessum möguleika.

„Þetta geta verið svo sár dæmi. Sem betur fer er þetta ekki eins algengt eins og menn halda. Þetta eru áreiðanlega nokkur dæmi ári en þetta hleypur ekki á mörgum tugum og þess vegna kannski ekki sérstaklega íþyngjandi fyrir kerfið að bjóða upp á þessa lausn,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.

Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtalið við Ólaf í heild sinni, þar sem rætt er almennt um málefni aldraðra og heilbrigðismál.

stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV