Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Vill flýta opnun Norðfjarðarganga

25.09.2015 - 09:27
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Innanríkisráðuneytið hefur beðið Vegagerðina að kanna hvort hægt sé að flýta opnun Norðfjarðaraganga.

Fram kemur á austurfrett.is að Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafi skýrt frá þessu á opnum fundi sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð í gærkvöld. Ráðherra sprengir síðasta hafti í göngunum í dag en áætlað er að tvö ár taki að ljúka göngunum og að þau verði ekki opnuð fyrr en haustið 2017. Fram kemur á Austurfrétt að Ólöf hafi sagst tilbúin að beita sér fyrir því að fjármunum verði hliðrað til svo mögulega yrði hægt að opna göngin í árslok 2016. 

runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV