Vill efla samskiptin við Afríku

12.09.2018 - 11:32
Erlent · Afríka · Evrópa
epa07014153 President of the European Commission Jean-Claude Juncker delivers the annual State of The European Union speech in the European Parliament in Strasbourg, France, 12 September 2018. Juncker's fourth State of the Union Address in the
Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Mynd: EPA-EFE - EPA
Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kveðst vilja gera nýtt samkomulag og fríverslunarsamning við Afríkuríki sem skapað geti fjölda nýrra starfa í álfunni.

Undanfarin ár hefur verið straumur flóttamanna og hælisleitenda frá Afríku til Evrópu, en Juncker sagði í ræðu á Evrópuþinginu í morgun að hugsa yrði dæmið upp á nýtt.

Í stað fjölmargra viðskiptasamninga ætti að gera fríverslunarsamning milli Evrópu og Afríku. Nýtt efnahagslegt samstarf kynni að skapa allt að tíu milljónir nýrra starfa í Afríkuríkjum á næstu fimm árum.

Samskipti Evrópu og Asíu ættu ekki að snúast um þróunaraðstoð. Afríka þyrfti ekki ölmusu frá Evrópu heldur samskipti á jafnræðisgrundvelli. Evrópusambandið þyrfti einnig á slíku samstarfi að halda.

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi