Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Vill að leigufélög skýri hækkanir

24.05.2018 - 22:16
Mynd með færslu
 Mynd: skjáskot  - RÚV
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir hækkanir á leigumarkaði upp á síðkastið gríðarlega miklar. Hann hefur boðað forsvarsmenn leigufélaga á sinn fund til að skýra hækkanirnar.

Leiguverð hefur víða hækkað mikið síðustu misseri og ástæðan sem leigufélög gefa er hækkun á markaðsvirði íbúða. Dæmi eru um að leiga hafi hækkað um fimmtíu til sjötíu prósent á rúmu ári. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist hafa fengið ábendingar um miklar hækkanir og vill að það verði skýrt hvers vegna þær eru til komnar. „Við erum búin að vera að fá ábendingar um þetta frá einstaklingum víðs vegar um land. Við munum bregðast við með því að við ætlum að kalla til okkar þessi helstu leigufélög til þess að fara yfir þetta og í framhaldinu munum við meta hvort og þá til hvað aðgerða verður gripið en miðað við þær upplýsingar sem við höfum fengið þá eru þetta gríðarlega miklar á skömmum tíma,“ segir Ásmundur Einar.