Vill að ásakanir verði kannaðar

21.09.2014 - 18:42
Mynd með færslu
 Mynd:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ætlar að fela réttarfarsnefnd að kanna hvað sé hæft í þeim ásökunum, sem meðal annars komu fram í viðtali við fyrrverandi starfsmann sérstaks saksóknara í Fréttablaðinu, að lög hafi verið brotin í símhlerunum sérstaks saksóknara.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara, fullyrti í helgarviðtali við Fréttablaðið, að hlustað hefði verið ólöglega á samtöl sakborninga og lögmanna.

Þessum ásökunum hefur verið vísað á bug, bæði af embætti sérstaks saksóknara og ríkissaksóknara sem falið var að rannsaka þessar ásakanir á sínum tíma.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að þessar ásakanir væru þess eðlis að þær kalli á að málið verði skoðað - traust til þessara tveggja stofnana sé mikilvægt. Hann efast ekki um að hægt verði að komast að hinu sanna í málinu.