Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Vilja vita hvaðan upplýsingarnar komu

20.11.2014 - 17:16
Mynd með færslu
 Mynd:
Katrín Oddsdóttir, lögmaður erlendrar konu, sem nafngreind er í minnisblaði innanríkisráðuneytisins um Tony Omos, hefur ákveðið að óska eftir upplýsingum um hvaðan tilteknar um upplýsingar um hana komu.

Gísli Freyr Valdórsson hefur viðurkennt að hafa bætt við efnisþáttum í minnisblaðið, sem lúta að mansali og þvingunum. Þetta eru atriði sem, að mati lögmannsins eru þessleg að vera komin úr rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á meintum brot Tonys Omos.  Lögmaðurinn vill að fá upplýsingar hvort og hvernig þær upplýsingar, eða gögn hafi borist aðstoðarmanni ráðherra.  

Lögmaður Omos, Stefán Karl Kristjánsson, segist vera mjög hugsi um sama mál, það er hvort rannsóknargögn lögreglu úr máli skjólstæðings síns hafi ratað til aðstoðarmannsins. Stefán segist þó eiga eftir að ráðfæra sig við Omos um hvort brugðist verði við.  

Lögmenn sem hafa tjáð sig um staðfest samskipti Lögreglustjórans á Suðurnesjum og aðstoðarmannsins fyrir sléttu ári 20. nóvember í fyrra, á fyrsta degi Lekamálsins, spyrja á sama hátt hvort eðlilegt sé eða lögmætt að slíkar upplýsingar yfirhöfuð fari frá lögreglu, nema að minnsta kosti eftir formlegum leiðum.  Einnig er spurt hvort það samrýmist stöðu aðstoðarmanns að hann fái upplýsingar um lögreglumál.