Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Vilja vísa Gálgahraunsmáli til EFTA

20.09.2013 - 15:27
Mynd með færslu
 Mynd:
Farið hefur verið fram á að EFTA dómstóllinn leggi fram ráðgefandi álit í máli náttúruverndarsamtaka gegn Vegagerðinni vegna vegalagningar um Gálgahraun. Málið var þingfest í morgun.

Lögmaður sækjenda lagði fram beiðni um að EFTA dómstóllinn taki afstöðu til þess hvort samtökin sem að málinu standa geti átt aðild að lögbannsmáli sem þessu. Áður hafnaði sýslumaðurinn í Reykjavík því að samtökin ættu lögvarða hagsmuni í málinu og vísaði lögbannskröfu Hraunavina frá. Tekin verður afstaða til beiðninnar á fimmtudaginn í næstu viku. Að sögn Einars Farestveit, lögmanns Vegagerðarinnar seinkar málinu um nokkra mánuði verði leitað eftir áliti EFTA.