Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Vilja vekja athygli á ópíóíðafaraldri

epa02861215 US musician Prince performs during his concert at the Sziget Festival on the Shipyard Island, northern Budapest, Hungary, 09 August 2011. The Sziget Festival is one of the biggest European cultural events, featuring art exhibitions, literary
 Mynd: EPA - MTI

Vilja vekja athygli á ópíóíðafaraldri

24.04.2018 - 15:21

Höfundar

Fjölskylda tónlistarmannsins Prince hefur stefnt Trinity Medical Centre í Illinois, sjúkrastofnun sem hafði umsjón með meðferð söngvarans við of stórum skammti ópíóíða viku fyrir andlátið. Prince lést þann 21. apríl 2016 og var opinber dánarorsök slys af völdum ofskömmtunar fetanýls.

Er starfsfólk sjúkrastofnunarinnar sakað um að hafa veitt söngvaranum ófullnægjandi meðferð þann 15. apríl 2016. Prince varð alvarlega veikur um borð í einkaflugvél sinni vegna ofskömmtunar ópíóíða og var því gripið til neyðarlendingar í Illinois. Í stefnunni segir að andlát söngvarans hafi verið bein afleiðing mistaka hjúkrunarfólks við að greina sjálfa ofskömmtunina auk mistaka við að rannsaka hvað olli henni.

Í yfirlýsingu frá lögfræðingum fjölskyldu söngvarans segir: „Það sem henti Prince kemur fyrir í fjölmörgum fjölskyldum um gervöll Bandaríkin. Það er ósk fjölskyldunnar að þessi rannsókn muni varpa ljósi á þennan faraldur og hvernig við getum brugðist betur við vandanum. Ef andlát Prince mun með þessum hætti stuðla að því að bjarga mannslífum er það huggun harmi gegn.“ 

Tengdar fréttir

Tónlist

Nothing Compares 2 U með Prince loks gefið út

Pantone heiðra Prince með fjólubláum tón

Popptónlist

Sex systkini erfa Prince

Erlent

Rannsókn á andláti Prince tekur nýja stefnu