Stjórn Akureyrarstofu fjallaði um málið á síðasta fundi. Hugmyndin er að reisa styttu af Tinna og félögum á Torfunefsbryggju, sem er við miðbæ Akureyrar, í samstarfi við Hafnasamlag Norðurlands, til minningar um þessa heimsókn.
Stjórn Akureyrarstofu fjallaði um málið á síðasta fundi. Hugmyndin er að reisa styttu af Tinna og félögum á Torfunefsbryggju, sem er við miðbæ Akureyrar, í samstarfi við Hafnasamlag Norðurlands, til minningar um þessa heimsókn.
Stjórn Akureyrarstofu spennt fyrir þessari hugmynd. Stjórnin hefur falið starfsmönnum að kanna hvaða formlegu leiðir þarf að fara gagnvart höfundarrétti og senda formlegt erindi til stjórnar hafnasamlagsins.
Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, ræddi málið í Morgunútvarpinu á Rás2 í morgun. Hann segir að enn hafi ekki verið rætt nákvæmlega hvernig styttan gæti litið út og hversu stór hún yrði. „Ef ég ætti að svara spurningunni þá myndi ég nú sjá fyrir mér eitthvað sem væri nálægt því að vera í fullri stærð að minnsta kosti, þannig að það sæist víða að. Þetta er reyndar mjög fjölfarinn staður, þarna streyma framhjá ferðamenn af skemmtiferðaskipum,“ segir Þórgnýr. Vonast er til að þetta myndi vekja athygli ferðamanna og jafnvel laða að aðdáendur Tinna.