Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Vilja stöðva brjóstapúðatilboð

29.02.2012 - 08:16
Mynd með færslu
 Mynd:
Dönsku neytendasamtökin Forbrugerrådet vilja stöðva tilboðssölu á brjóstapúðum. Fjölmargar lýtalæknastofur í Kaupmannahöfn nota tilboðssíður á netinu til að draga til sín viðskiptavini, að sögn danska ríkisútvarpsins.

Talsmaður samtakanna segir þetta vafasamt. Það sé ekki það sama að kaupa sér ný brjóst og að fá sér brauðrist. Það krefjist meiri umhugsunar að kaupa brjóstapúða, en umhugsunartími sé ekki í boði þegar slíkum tilboðum sé haldið að fólki. Margir muni falla fyrir freistingunni.

Talsmaður Radikale Venstre í heilbrigðismálum tekur í sama streng. Hann ætlar á fund heilbrigðisráðherra til að ræða hvernig breyta megi lögum til að koma í veg fyrir slík tilboð.