Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Vilja skoða kosti sameiningar á Vestfjörðum

28.02.2017 - 15:58
Mynd með færslu
 Mynd: Google
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að óska eftir samstarfi við Súðavíkurhrepp um að kanna kosti og galla á sameiningu og hvernig megi þróa ríkara samstarf sveitarfélaga. Þá verður sótt um fjárframlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að framkvæma könnunina.

Þá hefur verið boðað til fundar þann 10. mars um mögulegt samstarf sveitarfélaga við Ísafjarðardjúp og er Bolungarvíkurkaupstaður með talinn. Í samtali við bb.is gagnrýnir formaður bæjarráðs Bolungarvíkurkaupstaðar vinnubrögð Ísafjarðarbæjar. Bolungarvíkurkaupstað hafi ekki verið boðið formlega að borðinu. Fundað verði um málið 10. mars og því komi áform Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps á óvart. 

 

hallao's picture
Halla Ólafsdóttir
dagskrárgerðarmaður