Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Vilja seinka klukku og fá bjartari morgna

01.11.2014 - 14:07
Mynd með færslu
 Mynd:
Þingmenn úr öllum flokkum vilja seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund. Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um seinkun klukku og bjartari morgna er Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð.

Í tillögunni segir valin yrði hentug tímasetning til breytinganna, innan árs frá því að hún yrði samþykkt. Klukkan hafi verið rangt skráð hér miðað við sólargang og allt frá 1968 stillt á sumartíma allt árið.

Þingmennirnir telja að svefnvenjur og líðan þjóðarinnar yrð betri ef klukkunni yrði seinkað og jafnvel spöruðust útgjöld í heilbrigðiskerfinu. Flutningsmenn útiloka ekki að klukkunni yrði aðeins seinkað á veturna en sumartími héldist svo sólar nyti síðdegis á sumrin. Samhljóma tillaga hefur áður komið fram á Alþingi en fram undir 2010 bar meira á umræðu um að flýta klukkunni á sumrin.