Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Vilja refsa fyrir stafrænt kynferðisofbeldi

15.10.2018 - 21:06
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og 23 þingmenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á almennum hegningarlögum um stafrænt kynferðisofbeldi. Með frumvarpinu er er lagt bann við stafrænu kynferðisofbeldi og gerð refsiverð sú háttsemi að dreifa, birta eða framleiða mynd- eða hljóðefni sem sýnir nekt eða kynferðislega hegðun einstaklings án samþykkis hans að viðlögðum sektum eða sex ára fangelsi.

Þá er jafnframt lagt til að dreifing eða birting falsaðs mynd- eða hljóðefnis, hvort sem um ræðir ljósmyndir, myndbönd eða annars konar myndefni sem sýni nekt eða einstakling á kynferðislegan hátt án samþykkis hans geti varðað sektum eða fangelsi allt að þremur árum.

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV