Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vilja örva atvinnulíf í Vatnajökulsþjóðgarði

30.04.2019 - 15:29
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Rúnar Snær Reynisson - Jökulsárlón
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur lagt fram drög að atvinnustefnu fyrir þjóðgarðinn. Í stefnunni kemur fram að megin markmiðið sé að örva atvinnustarfsemi í þjóðgarðinum og nágrenni hans að svo gefnu að starfsemin sé viðeigandi og í samræmi við markmið þjóðgarðsins, lög, reglugerð, stjórnunar- og verndunaráætlun.

Þá einsetji þjóðgarðurinn sér að gæta hlutlægni í vali á milli fyrirtækja en  á sama tíma tryggja fjölbreytni í þeirri þjónustu sem í boði verður á svæðinu. Við val á atvinnustarfsemi verði fyrst og fremst litið til þess hvort hún muni hafa jákvæð áhrif á byggð og atvinnu í nágrenni þjóðgarðsins án þess þó að mismuna umsækjendum á grunni lögheimilis þeirra.  

Þjóðgarðurinn mun skulbinda sig til að miðla upplýsingum til verðandi þjónustuaðila um þjóðgarðinn sem nýst geti við þróun vöru og þjónustu. Á móti geri hann kröfur til þjónustuaðila að þeir leggi fram upplýsingar um umfang og eðli starfsemi sinnar auk þess að kynna sér hvernig stjórnun og vernd í þjóðgarðinum er háttað.

 

Fanney Hólmfríður Kristjánsdóttir