Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Vilja mat á heildarhagsmunum hvalveiða

31.03.2014 - 22:54
Mynd með færslu
 Mynd:
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og átta aðrir þingmenn stjórnarandstöðu hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að fjármálaráðherra verði falið að að láta fara fram mat á heildarhagsmunum Íslands vegna hvalveiða í íslenskri lögsögu.

Vilja flutningsmenn að metnir verði efnahagslegir og viðskiptalegir hagsmunir, hagsmunir sjávarútvegs og ferðaþjónustu sem og áhrif hvalveiða á stöðu Íslands á alþjóðavettvangi og á samskipti við einstök ríki. Skal ráðherra skila Alþingi skýrslu um heildarhagsmunamatið fyrir árslok 2014.