Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Vilja koma í veg fyrir utanvegaakstur

12.12.2018 - 15:33
Mynd með færslu
 Mynd: YouTube
Ásmundur Friðriksson og fimm aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar, Viðreisnar og þingmanna utan flokka hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að umhverfisráðherra verði falið að skipa starfshóp í samráði við ráðherra ferðamála til að gera tillögu um hvernig komast megi í veg fyrir utanvegaakstur á hálendi Íslands.

Vilja flutningsmenn að starfshópurinn verði skipaður einstaklingum með þekkingu á hálendinu og reynslu af fararstjórn á viðkvæmustu náttúruperlum Íslands. Tillögur liggi fyrir ekki seinna en 15. mars 2019.