Vilja koma í veg fyrir að kröfur fyrnist

03.03.2014 - 13:49
Mynd með færslu
 Mynd:
Þingmenn í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vilja lengja fyrningarfrest uppgjörskrafna vegna ólögmætrar gengistryggingar lána. Samkvæmt núgildandi lögum geta kröfur vegna gengislána byrjað að fyrnast 16. júní í sumar, en þá eru fjögur ár frá því að ákvæði laga, sem kennd hafa verið við Árna Pál

Árnason, þáverandi viðskiptaráðherra tóku ákvæði laganna tók gildi.  Enn eru fjölmörg gengislánamál óuppgerð og er ágreiningur um hvernig skuli endurreikna lánin. Ásta Sigrún Helgadóttir Umboðsmaður skuldara sagði fréttum í síðustu viku að hún hefði áhyggjur af því að fólk tapaði kröfum sínum og að hún vildi að stjórnvöld framlengdu fyrningarfrestinn. Málið var rætt á fundi nefndarinnar í morgun og segir Pétur H. Blöndal varaformaður nefndarinnar að vilji sé til að lengja frestinn. Það verði að gera með lagabreytingu. Umræðum um málið er þó ekki lokið.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi