Vilja hlúa vel að fjölskyldufólki

Mynd með færslu
 Mynd:
Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Fjarðabyggðar hyggst greiða niður skuldir sveitarfélagsins og styrkja þannig rekstrargrundvöll þess. Þetta er meðal þess sem kemur fram í meirihlutasamningi flokkanna.

Þar er einnig lögð áhersla á að hlúa vel að fjölskyldufólki. Það verður gert með því að koma á systkinaafslætti á milli skólastiga og lækka fæðiskostnað í grunnskólum auk þess að lækka leikskólagjöld. Þá á að vinna að uppbyggingu almenningssamgangna og skoða innleiðingu á frístundakorti eða hvatafé í íþrótta- og æskulýðsmálum.

Hér má lesa málefnasamninginn.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi