Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Vilja hætta aðildarviðræðum

23.02.2013 - 14:28
Mynd með færslu
 Mynd:
Geir Waage sóknarprestur í Reykholti flutti breytingartillögu við tillögur utanríkisnefndar Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum í dag. Leggur Geir til að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði hætt og verði ekki teknar upp á ný fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Samkvæmt tillögum nefndarinnar er áréttað að gert verði hlé á aðildarviðræðum og þeim ekki haldið áfram fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.Benedikt Jóhannesson hvatti til þess að drög utanríkismálanefndar yrðu samþykkt óbreytt. Hann sagði ríkisstjórnina óhæfa í alla staði, nú þyrftu Sjálfstæðismenn verði að sameinast um að koma henni frá og koma almennilegu fólki að. Samþykkt var á fundinum að hætta viðræðum og taka þær ekki upp fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Utanríkisnefnd Sjálfstæðisflokksins segir jafnframt óhæfu að Evrópusambandið reki hér á landi kynningarskrifstofu og vill að Evrópustofu verði lokað.