Vilja greiða atkvæði um framhald viðræðna

15.10.2013 - 22:59
Mynd með færslu
 Mynd:
Helmingur kjósenda Framsóknarflokksins vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Hinn helmingurinn er þessu andvígur.

Þetta er meðal niðurstaða nýrrar könnunar frá rannsóknarfyrirtækinu Maskínu um afstöðu landsmanna til aðildarviðræðna, þjóðaratkvæðagreiðslu og inngöngu í Evrópusambandið. Mikill meirihluti kjósenda vill, samkvæmt könnuninni, greiða atkvæði um framhald viðræðna; meirihluti kjósenda í öllum flokkum nema Framsóknarflokknum. Meirihluti kjósenda stjórnarflokkana vill hins vegar slíta núverandi viðræðum. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi