
Vilja gæsluvarðhald vegna manndrápstilraunar
Fram kemur í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar að lögreglan hafi kallað eftir gögnum úr eftirlitsmyndavélakerfum og að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir manninum seinnipartinn í dag.
Þá er lögreglan einnig með til rannsóknar áflog milli tveggja manna í vistaverum kísilverksmiðjunnar PCC við Húsavík. Mennirnir voru báðir fluttir á Sjúkrahús Akureyrar með tveimur sjúkrabílum. Þeir eru grunaðir um líkamsárás á hvorn annan „þar sem hættulegri verknaðaraðferð var beitt,“ segir í færslu lögreglunnar án þess að það sé skýrt eitthvað frekar.
Ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um gæsluvarðhald eða farbann en það að farbann sé nefnt bendir til þess að annar mannanna eða báðir séu erlendir ríkisborgarar. Þeir voru báðir handteknir eftir aðhlynningu á Sjúkrahúsi Akureyrar.