Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Vilja endurlífga verslunarkjarna í Breiðholti

29.06.2018 - 16:47
Mynd með færslu
Völvufell í Breiðholti Mynd: Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg hefur fest kaup á tveimur hverfiskjörnum í Breiðholti, Arnarbakka 2-6 og Völvufell 11 og 13-21. Þá hyggst borgin breyta deiliskipulagi á þessum reitum, þannig að hægt verði að auka byggingarheimilidir. 

Reitirnir kosta borgina rúmlega 752 millljónir króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Auglýst verður eftir uppbyggingar- og rekstraraðilum sem eru áhugasamir um að nýta reitina. 

Markmiðið er að gæða hverfiskjarnanna nýju lífi. Í vikulegum pistli frá Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra segir að íbúar í Breiðholti hafi kallað eftir því að fjárfesting myndi aukast í hverfinu og að úrsérgengnir verslunarkjarnar verði endurlífgaðir.

Bæði í Arnarbakka og Völvufelli hefur lítið verið um að vera en áður voru þar verslanir og þjónusta. Í kringum Völvufell hefur þó verið lífleg starfsemi, að því er segir í tilkynningu frá borginni. 

holmfridurdf's picture
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
Fréttastofa RÚV