Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Vilja eftirlitsmyndavélar í strætisvagna

12.03.2013 - 07:24
Mynd með færslu
 Mynd:
Forsvarsmenn Strætós bs. stefna að því að koma upp eftirlitsmyndavélum í strætisvögnum og segja það vera viðbrögð við því að vagnstjórar og farþegar hafi í vaxandi mæli orðið fyrir ofbeldi af hálfu annarra farþega. Kostnaður við að koma fyrir öryggismyndavélum nemur 600 þúsund krónum á hvern vagn.

Fréttablaðið fjallar um þetta í dag og hefur eftir Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra Strætós, að tilraunir með eftirlitsmyndakerfi í einum vagni hafi gefið góða raun. Áður en þessu verður hrint í framkvæmd þarf að gaumgæfa nokkur atriði, svo sem um persónuvernd, einnig hafi þetta mætt andstöðu hjá vagnstjórum.