Stjórn Dýraverndarsambands Íslands mótmælir ákvörðun Hvals hf. um að hefja hvalveiðar að nýju í sumar. Hvalur hf. hefur heimild til að veiða tæplega 200 dýr. Sambandið fullyrðir að ekki sé hægt að drepa svo stór dýr í hafinu á mannúðlegan hátt auk þess sem langreyður sé á válista CITES.