Vilja breyta ferðaáætlun mjaldranna

15.04.2019 - 14:31
Seal Life Trust is creating the first open water sanctuary for 2 beluga whales named Little Grey and Little White currently in Chengfeng Ocean World, Shanghai. The PRESS ASSOCIATION Photo. Picture date: {idow} {imnn} {iday}, {iyr4}. See PA story {suppcat1} {suppcat2}. Photo credit should read: {name}/PA Wire
 Mynd: Aðsend mynd
Koma mjaldra systranna Litlu-hvítar og Litlu-gráar til landsins frestast enn frekar. TVG Zimsen, sem flytur mjaldrana til landsins, skoða nú hvort hægt sé að flýta fyrir komu þeirra með flugi í stað siglingar til Vestmannaeyja.

Á föstudaginn var ákveðið að fresta komu mjaldranna til landsins vegna slæmrar veðurspár og lokunar Landeyjahafnar en dýpkun hafnarinnar er enn ólokið. Verði siglt með systurnar frá Þorlákshöfn lengist ferð þeirra um tvær og hálfa klukkustund, en ferð frá Landeyjahöfn tekur einungis um hálftíma. Umsjónarmenn þeirra hafa áhyggjur af því að þær gætu illa þolað þriggja klukkustunda ferjuferð ef slæmt er í sjóinn.

Mjaldrarnir áttu að koma til landsins á morgun, þriðjudag. Þeir hefja dvöl sína á Íslandi í risastórri hvalalaug í Vestmannaeyjum. Þaðan verða þeir fluttir í Klettsvík eftir nokkurra vikna aðlögunartíma. 

Sigurjón Ingi Sigurðsson, deild­ar­stjóri sér­lausna hjá TVG Zimsen, segirað nákvæm dagsetning á flutningum liggi ekki fyrir. Nú sé verið að skoða hvort hægt sé að breyta ferðaáætluninni og hvaða aðferðum verði beitt við að flytja hvalina til landsins. Meðal annars verði skoðað hvort hægt verði að fljúga með þá alla leið til Vestmannaeyja í stað þess að sigla með þá. Siglingin sé stór óvissuþáttur sem þannig væri hægt að útrýma og þar með flýta fyrir komu þeirra til landsins. Fulltrúar TVG-Zimsen hafa setið fundi í allan dag og rætt mögulegar aðferðir við flutninga. Annar fundur er fyrirhugaður síðar í dag. 

solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi