Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Vilja beita Ísraela viðskiptaþvingunum

Mynd með færslu
 Mynd:
Þingflokkur Samfylkingarinnar vill að ríkisstjórn Íslands hafi frumkvæði að því á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að leggja til álíka viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael og beitt var gegn Suður-Afríku vegna aðskilnaðarstefnunnar á sínum tíma.

Slíkt bann ætti í upphafi að minnsta kosti að taka til vopnasölu, segir í yfirlýsingu þingflokksins. Þá vill flokkurinn að ríkisstjórnin óski opinberlega eftir því að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna rannsaki hvort aðgerðir Ísraelshers á Gazasvæðinu falli undir stríðsglæpi. Einnig að Ísland kanni hug helstu samstarfsríkja um hvort ná megi samstöðu um að hóta Ísraelum því að stjórnmálasambandi verði slitið hætti þeir ekki þegar í stað hernaðaraðgerðum á Gaza.