Vilja bætur vegna þjónustu sem var ekki veitt

29.05.2018 - 20:53
Vesturbyggð Patreksfjörður
Patreksfjörður Vesturbyggð þjónusta stofnanir Vesturbyggð Patreksfjörður
Patreksfjörður Vesturbyggð þjónusta stofnanir
 Mynd: Jóhannes Jónsson Jóhannes Jó
Aðstandendur konu sem að fékk ekki aksturþjónustu fyrir fatlað fólk í Vesturbyggð fara fram á 4,5 milljónir króna í bætur en samkvæmt Umboðsmanni Alþingis var Vesturbyggð óheimilt að takmarka akstursþjónustuna við tiltekna félagsmiðstöð í bænum.

Fékk ekki aksturþjónustu á lögheimili

Synir Sigríðar Guðbjartsdóttur börðust fyrir því í um fimm ár að fá aksturþjónustu fyrir Sigríði að heimili hennar á Láganúpi í Kollsvík í Vesturbyggð, um 60 kílómetra frá Patreksfirði. Sveitarfélagið bauð út akstursþjónustuna í tvígang en í hvorugt skipti fékkst viðunandi tilboð, að mati sveitarfélagsins og því náði málið ekki lengra. Málið þvældist í kerfinu og að endingu fékk Sigríður akstursþjónustu síðustu mánuðina sem hún lifði að félagsheimili aldraðra í bænum en ekki á aðra áfangastaði. Sigríður lést síðasta haust.

Lög um fatlað fólk brotin

Úrskurðarnefnd velferðarmála úrskurðaði að synjun Vesturbyggðar um frekari akstur en að félagsheimilinu stæði. Mæðginin kærðu málið til Umboðsmanns Alþingis sem taldi að úrskurðarnefndin hefði ekki tekið nægilegt mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um fatlað fólk en þar segi að gera skuli árangursríkar ráðstafanir til þess að tryggja að einstaklingar geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem, og þegar, því hentar og gegn viðráðanlegu gjaldi.

Aðstandendur veittu þjónustuna

Kröfur bræðranna nema 12 milljónum króna en þeir hafa gert Vesturbyggð tímabundið tilboð, sem hefur verið framlengt, um að greiða 4,5 milljónir af kröfunni og þá falla eftirstöðvar niður. Valdimar Össurarson, sonur Sigríðar, segir að stærsti hlutinn felist í kostnaði bræðra hans við að sinna þjónustunni sem Vesturbyggð veitti ekki og byggist útreikningur á gjaldskrá Vesturbyggðar.

hallao's picture
Halla Ólafsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi