BSRB segir að stjórnvöld verði að hafa hraðar hendur við að fjármagna tillögur átakshóps í húsnæðismálum og tryggja að þær nái fram að ganga. Í yfirlýsingu samtakanna segir að tillögurnar séu vel unnar og gott innlegg í umræðuna. BSRB segir mikilvægt að fylgja eftir tillögum um áframhaldandi uppbyggingu almennra íbúða og að ríki og sveitarfélög auki fjárveitingar í stofnframlög á næstu árum.