Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Vilja að 1. desember verði lögbundinn frídagur

Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
Þorsteinn Sæmundsson og þingflokkur Miðflokksins ásamt þingmanni Flokks fólksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að frá og hundrað ára afmæli fullveldisins verði fyrsti desember ár hvert lögbundinn frídagur.

Telja flutningsmenn rétt og eðlilegt að fullveldisdagurinn verði gerður að frídegi þannig að mikilvægi hans verði minnst um alla framtíð enda er enginn vafi, að mati flutningsmanna, að fáir dagar hafi haft í för með sér jafnmiklar grundvallarbreytingar á sögu og lífi íslensku þjóðarinnar.

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV