Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Vilborg nálgast annan Suðurpólfara

24.12.2012 - 12:14
Mynd með færslu
 Mynd:
Vilborg Arna Gissurardóttir, sem fyrst íslenskra kvenna stefnir á Suðurpólinn, hefur nú lagt að baki 680 kílómetra af 1140 metra göngu sinni. Hún nálgast nú óðum annan Suðurpólsfara sem lagði af stað 17 dögum á undan henni.

Það er Bandaríkjamaðurinn Aaron Lindsauen. Þau vilja bæði ná ein á pólinn og án utanaðkomandi aðstoðar. Vilborg Arna gengur á Suðurpólinn í þágu Lífs styrktarfélags, sem berst fyrir betri aðbúnaði á Kvennadeild Landspítalans.