Vilborg komin á Suðurskautslandið

Mynd með færslu
 Mynd:

Vilborg komin á Suðurskautslandið

19.11.2012 - 13:22
Vilborg Arna Gissurardóttir er komin á Suðurskautslandið eftir að hafa beðið eftir réttu flugskilyrðunum í Punta í Síle þar sem hún stytti sér stundir við að hlusta á Retro Stefson og skoða mörgæsir. Vilborg segir það vera magnaða tilfinningu að vera komin á Suðurskautslandið.

Frá þessu greinir hún á bloggsíðu sinni en þar er hægt að fylgjast með hvernig henni gengur. Vilborg hyggst ganga ein á Suðurskautið, fyrst íslenskra kvenna en upphaflega stóð til að hún yrði komin á Suðurskautslandið þann 11.nóvember. Hún var fyrst í búðum ALE en þaðan var flogið með hana til strandarinnar við Ronnie-íshelluna en upphaf leiðarinnar er við Hercules Inlet. 

Ráðgert er að ferðin taki fimmtíu daga en leiðin sjálf er 1140 kílómetra löng og getur Vilborg búist við miklum mótvindi, erfiðu skíðafæri og rifsköflum, eins og það er orðað á bloggsíðu hennar.