Vilborg Arna Gissurardóttir komst á Suðurpólinn laust fyrir klukkan 11 í kvöld. Hún hafði þá gengið um 1140 kílómetra leið á 60 dögum.
Hún er fyrsti Íslendingurinn sem gengur einn síns liðs á Suðurpólinn. Hún er búin að tjalda og er nú að hafa samband við ættingja sína. Vilborg gekk í gær tæplega 20 km og átti í dag 18 kílómetra eftir til að ná takmarkinu. Gangan í dag gekk erfiðlega. Síðustu dagar voru Vilborgu þungir, magakveisa og kal á læri gerðu henni erfitt fyrir og svo tafði veðrið fyrir, mikill kuldi og hvassviðri. Vilborg hefur gengið til styrktar Lífi, styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans