Vilborg á 55 km eftir á Suðurpólinn

Mynd með færslu
 Mynd:

Vilborg á 55 km eftir á Suðurpólinn

15.01.2013 - 10:52
Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari á nú 55 kílómetra eftir á Suðurpólinn. Upphaflega hafði hún ætlað sér að komast á pólinn í dag eða á morgun, en hún þurfti að hafast við í tjaldi í allan gærdag vegna veikinda.

Hún er nú búin að jafna sig og ætlar að hefja lokasprettinn í dag, en hún gengur um það bil 20 kílómetra daglega. Vilborg hefur einnig þurft að glíma við lítilsháttar kal á læri, mikinn kulda og mótvind og erfitt færi. Vilborg hefur gengið um 1080 kílómetra frá því hún lagði af stað 19.nóvember.  

Á meðan á göngu hennar stendur safnar hún áheitum fyrir Líf styrktarfélag Kvennadeildar Landspítalans. 

Öllu fé sem safnast verður varið til uppbyggingar á aðstöðu fyrir sjúklinga og aðstandendur á kvenlækningadeild, deild 21A, á Landspítalanum.

Tengdar fréttir

Mannlíf

Vilborg nálgast Suðurpólinn

Mannlíf

Vilborg búin að ganga 700 kílómetra

Mannlíf

Vilborg komin á Suðurskautslandið