Viktoría Krónprinsessa á Íslandi

Mynd með færslu
 Mynd:

Viktoría Krónprinsessa á Íslandi

18.06.2014 - 10:15
Íslandsheimsókn Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar og eiginmanns hennar, Daníels prins, hófst í dag og stendur til morguns. Heimsóknin hófst með samverustund á Bessastöðum, en ferðalag þeirra er í boði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta.

Með í för eru embættismenn sænsku hirðarinnar og utanríkisþjónustunnar. Á dagskránni í dag eru meðal annars skoðunarferð um Hörpu, þar sem prinsessunni og prinsinum verður kynnt íslenskt tónlistarlíf og menning, fundur með sænsk-íslenska viðskiptaráðinu, heimsókn í Hellisheiðarvirkjun og kynning á starfsemi Össurar. Á morgun fara þau í hvalaskoðun frá Húsavík og skoðunarferð um Mývatn og Námaskarð og taka loks þátt í málþingi um samvinnu á Norðurslóðum við Háskólann á Akureyri.

Á undanförnum árum hefur ríkisörfum Noregs og Danmerkur verið boðið til Íslands og með komu Viktoríu krónprinsessu nú hafa allir ríkisarfar Norðurlanda sótt Ísland heim.