Víglundur sakar stýrinefnd um lögbrot

24.01.2014 - 05:15
Mynd með færslu
 Mynd:
Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður BM Vallár, sakar stýrinefnd ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um alvarleg lögbrot þegar hún samdi við erlenda kröfuhafa bankana árið 2009.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Víglundur sendi fjölmiðlum seint í gærkvöldi, en auk þess fylgdu afrit af ýmsum fundargerðum.

Víglundur segir að það hafi tekið hann tæp þrjú ár að fá þessar upplýsingar frá fjármálaráðuneytinu og telur hann að allt starf nefndarinnar hafi miðað að því að hækka skuldabirði heimila og fyrirtækja  í þágu erlendra vogunarsjóða. Hækkun umfram reglur neyðarlaganna við stofnun nýju bankanna sýnist honum varlega talið nemi um 300 milljörðum, eða um 17 prósent af vergri  landsframleiðslu.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi

Tengdar fréttir