Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vígamenn myrtu almenna borgara í Búrkína Fasó

05.02.2019 - 01:43
Mynd með færslu
 Mynd:
14 almennir borgarar létu lífið í árás vígamanna í norðurhluta Búrkína Fasó í dag. Árásin var gerð í bænum Kain í Yatenta héraði, við landamærin að Malí. AFP hefur eftir her Búrkína Fasó að hermenn hafi ráðist á bækistöðvar vígamanna í þremur héruðum á norðurhluta landsins og fellt 146 vígamenn. Lamoussa Fofana, talsmaður hersins, sagði í yfirlýsingu að ráðist hafi verið á vígamennina úr lofti og með landher.

Árás vígamannanna var gerð í aðdraganda leiðtogaráðstefnu Sahel-ríkjanna, sem eru Búrkína Fasó, Tjad, Malí, Máritanía og Níger. Ráðstefnan verður haldin í höfuðborginni Ouagadougou á morgun, þriðjudag.
Ríkin fimm hafa stofnað sameiginlega herdeild til þess að reyna að vinna bug á vígasveitum sem herja á svæðið. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV