Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Vígahópur ber ábyrgð á árásum í Búrkína Fasó

04.03.2018 - 01:27
epa06577609 A burned wreckage of a car on a street next to the French Embassy after an alleged terrorist attacks in the capital Ouagadougou, Burkina Faso, 03 March 2018. According to reports at least 28 people have been killed and dozens left wounded in
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Vígahópurinn GSIM lýsti í dag yfir ábyrgð sinni á árásum sem gerðar voru í Búrkína Fasó í gær. Voru þær gerðar til að hefna falls nokkurra leiðtoga hópsins í árás franska hersins á hópinn í norðurhluta Malí fyrir tveimur vikum. Frönsk yfirvöld segjast hafa orðið um 20 vígamönnum að bana þar.

GSIM stendur fyrir Group to Support Islam and Muslims, eða stuðningshópur íslams og múslima. Hópurinn segist bera ábyrgð á árásum á franska sendiráðið og herstöð í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó, í gær. Átta hermenn létust í árásunum og tólf særðust alvarlega að sögn AFP fréttastofunnar. Átta árásarmenn voru felldir að sögn yfirvalda.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV