Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Viðtöl um dauðann

24.02.2011 - 21:29
Mynd með færslu
 Mynd:
Úr gömlum útvarpstækjum, sem komið hefur verið fyrir í aðalsal Listasafns Íslands, óma viðtöl við aldraða um læknismeðferð undir lok lífsins. Listin og læknavísindin sameinast í sýningunni Viðtöl um dauðann, sem verður opnuð í safninu á laugardaginn.

Kveikja verksins er rannsókn sem Helga Hansdóttir, öldrunarlæknir, gerði á viðhorfi aldraðra til dauðans og meðferðar við lífslok. Rannsóknina vann hún þegar hún var búsett í Bandaríkjunum, en þar er það orðin viðtekin venja að ákveða fyrirfram hvernig fólk vill haga lífslokum sínum, þegar þar að kemur. Helga segir ekki eins sterka hefð fyrir þessu hér. „En þó vaxandi. Að við viljum hafa þetta undirbúið þannig að við vitum hvernig er réttast að bregðast við,“ segir Helga.


Henni þótti rannsóknin og tilsvör viðmælendanna kalla á fleiri túlkunarmöguleika, en birtingu í Læknablaðinu. Hún fékk Magnúsi viðtölin til að setja rannsóknina upp sem listaverk á sínum eigin forsendum. Hann segist ekkert hafa vitað hvernig hann ætti að gera þetta. „Ég held að ég hafi nú bara verið að reyna að ímynda mér hvað gerðist þegar maður deyr sko,“ segir Magnús.