
Söluandvirðið verður notað til að greiða inn á 84 milljarða króna skuldabréf ríkissjóðs, sem var hluti af stöðugleikaframlagi Kaupþings sem samþykkt var við nauðasamninga félagsins.
Eftir þessi viðskipti er hlutur Kaupþings í bankanum 57,9 prósent. Bankasýslan á 13 prósent. Þar á eftir koma sjóðirnir Attestor Capital LLP og Taconic Capital Advisors UK LLP með 9,99 prósnet hvor, þá Sculptor Insvestments s.a.r.l. með 6,6 prósent og Goldman Sachs International með 2,6 prósenta hlut.
Í tilkynningu um viðskiptin er haft eftir Höskuldi Ólafssyni, bankastjóra Arion banka: „Við höfum lengi verið þeirrar skoðunar að það væri jákvætt fyrir bankann að fá inn í hluthafahópinn erlenda aðila. Við höfum á undanförnum árum hitt mikinn fjölda erlendra fjárfesta og skynjað áhuga þeirra á Íslandi og bankanum.“ Síðar segir. „Það kemur okkur því ekki á óvart að þessir fjárfestar, sem hafa komið að bankanum með óbeinum hætti í nokkur ár kjósi nú að gerast hluthafar í Arion banka með beinum hætti.“