Viðskipti eigenda Sjólaskipa kærð

04.11.2016 - 09:45
Mynd með færslu
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri.  Mynd: RÚV
Embætti skattrannsóknastjóra hefur kært viðskipti eigenda útgerðarinnar Sjólaskipa í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Fréttatíminn greinir frá og segir að kæran hafi verið send fyrir nokkrum vikum.

Eigendur Sjólaskipta seldu útgerð sína í Afríku til Samherja fyrir 140 milljónir evra eða tólf milljarða króna árið 2007.

Eigendur Sjólaskipa hafi átt fjögur félög á Tortólu sem meðal annars voru notuð til að halda utan um eignarhald á útgerð þeirra í Afríku. 

Fréttatíminn segir að Tortólufélögin hafi verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldunnar, upplýsingar um það komi einnig fram í Panamaskjölunum, og segist blaðið hafa heimildir fyrir því að kæran snúi að hluta að kreditkortanotkun gegnum skattaskjól.
Ekki hafi fengist upplýsingar um það hjá héraðssaksóknara að hverjum úr Sjólafjölskyldunni kæran beinist eða fyrir hvað kært er. 
 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi