Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Viðreisn og Neslisti saman á Seltjarnarnesi

Mynd með færslu
 Mynd: Viðreisn/Neslistinn
Þau Karl Pétur Jónsson og Hildigunnur Gunnarsdóttir leiða sameiginlegan lista Viðreisnar og Neslista á Seltjarnarnesi í sveitarstjórnarkosingunum í næsta mánuði. Listinn býður fram undir listabókstafnum N.

Sjö efstu sæti listans voru kynnt á fundi á kaffihúsinu Örnu á Seltjarnarnesi samkvæmt fréttatilkynningu. Kynning á stefnu framboðsins fer fram laugardaginn 5. maí. Sjö efstu sæti listans skipa:

  1. Karl Pétur Jónsson
  2. Hildigunnur Gunnarsdóttir
  3. Björn Gunnlaugsson
  4. Rán Ólafsdóttir
  5. Oddur J. Jónasson
  6. Margrét Hugrún Gústavsdóttir
  7. Ragnar Jónsson.
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV