Viðreisn býður fram eigin lista við sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði í vor. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn hafi átt mjög gott samstarf og samtal við fólk í Bjartri framtíð um sameiginlegt framboð. Að lokum hafi þó ekki orðið af því vegna deilna sem risið hafa innan Bjartrar framtíðar undir lok kjörtímabilsins. Þess í stað hafi verið ákveðið að bjóða fram C-lista Viðreisnar, meðal annars til að nýta tímann fram að kosningum vel.