Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Viðræður um hælisleitendur

04.03.2013 - 12:37
Mynd með færslu
 Mynd:
Innanríkisráðuneytið ætlar að ræða við borgaryfirvöld í Reykjavík um að taka við hluta þeirra sem óska eftir hæli hér á landi, eftir að Reykjanesbær ákvað nýlega að hætta að taka á móti nýjum hælisleitendum.

Hann kveðst gera grein fyrir málinu í næstu viku.

Aukinn fjöldi þeirra sem hér leita eftir hæli hefur komið á óvart. Frá áramótum hafa rúmlega 50 manns bæst við í hóp hælisleitenda, um 30 þeirra eru frá Króatíu, en 1. júlí fær Króatía aðild að Evrópusambandinu. Mál þessa fólks hefur verið sett í forgang, en ekki er ljóst hvers vegna svona stór hópur frá Króatíu hefur verið að koma að undanförnu.

Ögmundur kveðst ekki ætla að vera með getgátur, en þetta sé staðreynd. Hann telji mikilvægt og sé sammála Útlendingastofnun að setja þessi mál í forgang, meðal annars til að finna út hvað þessu veldur.