Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Viðræðum verði ekki haldið áfram

25.11.2013 - 12:45
Mynd með færslu
 Mynd:
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fullyrti í viðtali við BBC í dag að ríkisstjórnin hygðist ekki halda áfram viðræðum við Evrópusambandið.

Fréttaþáttur BBC, Outside Source, var sendur út frá Íslandi í dag. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var spurður í þættinum um stöðuna á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Ráðherrann benti á að viðræðurnar hefðu verið settar á ís. Nú væri beðið eftir skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið og þróun mála innan þess, sem von er á í janúar.

Eftir útkomu skýrslunnar geti verið að einhver ákvörðun verði tekin um framhaldið, en eins og staðan er í dag, ætlar ríkisstjórnin ekki að halda áfram samningaviðræðum við Evrópusambandið. Hagsmunum þjóðarinnar sé betur borgið utan þess.