Viðræðum við erlenda aðila sem hyggjast reisa 262 herbergja Marriot-hótel við Hörpu, er enn ólokið. Fyrir tveimur vikum gaf Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Sítusar, félags í eigu ríkis og Reykjavíkurborgar sem á lóðina, viðsemjendum lokafrest til þess að ljúka viðræðunum.