Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Viðræðum um hótel enn ólokið

01.03.2013 - 13:30
Mynd með færslu
 Mynd:
Viðræðum við erlenda aðila sem hyggjast reisa 262 herbergja Marriot-hótel við Hörpu, er enn ólokið. Fyrir tveimur vikum gaf Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Sítusar, félags í eigu ríkis og Reykjavíkurborgar sem á lóðina, viðsemjendum lokafrest til þess að ljúka viðræðunum.

Þær hafa tafist mánuðum saman en svo virðist sem skriður sé kominn á þær. Pétur segir niðurstaðna þó ekki að vænta fyrr en um miðja næstu viku.