Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar halda áfram viðræðum sínum í dag um gerð málefnasamnings og myndun ríkisstjórnar. Viðræður ganga vel að sögn formannanna þótt enn sé eftir að leysa úr málum. Formennirnir halda áfram að hitta sérfræðinga og í dag er búist við að þeir hitti fulltrúa Öryrkjabandalagsins og eldri borgara.