Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Viðræðum haldið áfram í dag

Mynd með færslu
 Mynd: Jóhanna Vigdís - RÚV
Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar halda áfram viðræðum sínum í dag um gerð málefnasamnings og myndun ríkisstjórnar. Viðræður ganga vel að sögn formannanna þótt enn sé eftir að leysa úr málum. Formennirnir halda áfram að hitta sérfræðinga og í dag er búist við að þeir hitti fulltrúa Öryrkjabandalagsins og eldri borgara.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum klukkan tíu í morgun. Þau sögðust í gærmorgun vera bjartsýn á að ríkisstjórn flokkanna þriggja verði að veruleika.

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV